Fréttir

Aðalfundur Keflavíkur 2017
Aðalstjórn | 21. febrúar 2017

Aðalfundur Keflavíkur 2017

 

Á aðalfundi Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var Einar Haraldsson endurkjörin sem formaður félagsins. Kári Gunnlaugsson og Birgir Ingibergsson kjörnir í stjórn og Sveinn Adolfsson, Birgir Már Bragason og Eva Björk Sveinsdóttir kjörin í varastjórn. Eva Björk er ný inn í stjórn félagsins og bjóðum við hana velkomna til starfa. Guðjón Axelsson hætti í stjórn félagsins og er honum þökkuð góð störf innan aðalstjórnar en hann er nú í unglingaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Skúli Þ. Skúlason var sæmdur Gullheiðursmerki Keflavíkur.

Birgir Ingibergsson og Þórður Magni Kjartansson sæmdir Gullmerki UMFÍ.

Bjarni Sigurðsson og Kristján Þór Karlsson sæmdir starfsmerki UMFÍ.

Hjörleifur Stefánsson hlaut starfsbikar félagsins.

Einar Haraldsson og Skúli Þ. Skúlason

Birgir Ingibergsson og Þórður Magni Kjartansson

Kristján Þór Karlsson, Helga Jóhannsdóttir og Auður Inga Þorsteinsdóttir 

Hjörleifur Stefánsson og Einar Haraldsson