Fréttir

Aðalstjórn | 7. maí 2025

Rekstrarstjóri Körfuknattleiksdeildar - Auglýst eftir umsóknum

Keflavík Íþrótta og ungmennafélag auglýsir lausa stöðu rekstrarstjóra Körfuknattleiksdeildar. Rekstrarstjóri hefur aðsetur í íþróttahúsinu við Sunnubraut (Blue höllin).

 

Helstu verkefniog ábyrgð rekstarstjóra eru:                       

  • Daglegur rekstur á skrifstofu deildarinnar
  • Innleiða framtíðasýn deildarinnar
  • Umsjón og ábyrgð á viðburðum og leikjum deildarinnar
  • Gerð rekstraráætlunar í samstarfi við fjármálastjóra
  • Samskipti við sérsamband - KKÍ
  • Upplýsingagjöf til stjórnar
  • Samskipti við styrktaraðila deildarinnar og öflun nýrra styrkja.

 

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af sambærilegu starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
  • Kostur ef viðkomandi þekkir til íþróttahreyfingarinnar

 

Umsóknarfrestur er til 19. maí. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur sendi ferilskrá og kynningarbréf á starf@keflavik.is