Fréttir

Sund | 11. júlí 2008

Tvöfalt piltamet hjá Sindra

Sindri Þór Jakobsson sundmaður úr ÍRB varð í dag  norskur meistari í unglingaflokki í 1500m skriðsundi á Norska meistaramótinu í 50m laug. Hann hafnaði jafnframt í öðru sæti í opnum flokki rúmlega sek. á eftir sigurvegaranum. Mótið fer fram í Hamar í Noregi. Sindri sem er í piltaflokki setti tvöfalt aldursflokkamet í sundinu, bæði í 800 og 1500m. Hann synti á frábærum tíma 16.34.99 sem er bæting á íslandsmeti pilta í 1500m um tæplega 17 sek og millitíminn í 800 var bætinga á gamla metinu um rúmlega 7 sek. Gömlu metin átti Svavar Kjartanssonar úr SFS frá árinu 1994.  Í gær keppti Sindri Þór í 100m flugsundi og vann til silfurverðlauna í unglingaflokki og var örskammt frá piltametinu í greininni. Á morgun keppir hann í 400m fjórsundi og gaman verður að fylgjast með honum þar því hann er í fantaformi. Til hamingju Sindri Þór :-) Stjórnir og þjálfarar !