Fréttir

Sunneva hefur lokið keppni á Ólympíleikum æskunnar
Sund | 24. ágúst 2014

Sunneva hefur lokið keppni á Ólympíleikum æskunnar

Eftir að hafa verið fánaberi Íslands á glæsilegri opnunarhátíð beið Sunneva í nokkra daga eftir fyrsta sundinu sínu og svo aftur í nokkra daga eftir seinna sundinu.

800 skrið var fyrsta sundið og það synti hún heldur varlega. Það er stór breyting að synda fyrir framan 10 þúsund áhorfendur og mikil pressa sem okkar sundmenn eru ekki vanir. Tíminn hennar var 1 sek á hverja 50 m frá hennar besta tíma (16 sek í allt).
400 m skriðsundið á lokadeginum var mun betra sund og þá var hún aðeins 0.37 sek á hverjum 50 m frá sínum besta tíma (3 sek í allt). Þetta sýnir að þessi unga sundkona tók tímann milli sundanna til þess að hugsa og kom til baka í næsta sund tilbúin í keppni.

Það er aðdáunarvert að Sunneva þurfti að æfa ein fyrir mótið vegna tímasetningar þess og hvernig það passaði við frídaga félagsins og æfingaferðina til Calella. Það má ekki vanmeta hve erfitt það er!

Sunneva notaði sama æfingaplan og fyrir ÍM50 og var með stuðning frá Örnu Þórey á sumum æfingum. Arna hrósar Sunnevu mikið og segir að viðhorf hennar sé frábært.

Þetta líkar okkur svo sannarlega að heyra!

Frábært Sunneva og góða ferð heim!