Fréttir

Margvísleg markmið á Ármannsmóti
Sund | 31. mars 2015

Margvísleg markmið á Ármannsmóti

Góð þátttaka var á Ármannsmótinu í ár og voru mótshlutar nokkuð langir. Sundmenn voru þó þolinmóðir, nutu samverunnar og  náðu góðum tímum. Þjálfararnir stóðu sína vakt með sóma og aðstoðu sundmenn í hvívetna við að ná markmiðum sínum. 

Markmið yngstu sundmannanna voru að synda nýjar greinar og ná viðmiðum til þess að færast upp um hóp eftir páska. Foreldrar munu verða látnir vita í þeim tilvikum. Í flestum yngri hópunum eru aðeins 1,5 mánuður eftir af sundárinu þar sem yngstu krakkarnir fara í sumarfrí eftir Landsbankamótið og Lokahófið okkar. 

Fyrir unga sundmenn sem komnir eru aðeins lengra var markmiðið byrja að ná AMÍ lágmörkum eða bæta við fleirum fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands - sem er eftir aðeins 12 vikur! Nú er rétti tíminn til að leggja sig virkilega vel fram! Það eru bara nokkur mót eftir þar sem hægt er að ná lágmörkum, þau stærstu eru Landsbankamótið og Akranesleikarnir.

Elstu sundmenn okkar eru í lokaundirbúningi fyrir mikilvægasta mótið þeirra í langri laug á árinu-ÍM50-sem verður eftir tæplega 2 vikur en árangurinn á Ármannsmótinu gaf góðar vísbendingar um styrk okkar. Mörg glöð andlit, full sjálfstrausts sáust um helgina með þá vissu að vinnan sem þau eru búin að leggja á sig er að skila sér. En nú er ekki tími til að slóra-tvær vikur einbeitningar og starfestni mun verða lykillinn að enn betri frammistöðu á meistaramótinu.

Hér fyrir neðan eru úrslit og met.

Vel gert allir saman!

Úrslit

Ný met á Ármannsmóti

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir            200 Bak (25m)           Stúlkur-Njarðvik
Eva Margrét Falsdóttir                100 Skrið (25m)         Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir                100 Skrið (25m)         Hnátur-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir                100 Bak (25m)           Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir                100 Bak (25m)           Hnátur-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir                100 Fjór (25m)           Hnátur-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir                100 Fjór (25m)           Hnátur-Keflavík
Katla María Riley                        50 Skrið (25m)           Snótir-Njarðvík
Katla María Brynjarsdóttir          50 Bak (25m)             Snótir-Njarðvík