Fréttir

Lærdómsrík ferð hjá EMU liðinu
Sund | 14. júlí 2014

Lærdómsrík ferð hjá EMU liðinu

Í síðustu viku fóru 4 sundmenn á Evrópumeistaramót Unglinga sem haldið var í Dordrecht í Hollandi. Í liðinu voru 3 sundmenn úr ÍRB, þau Íris Ósk, Sunneva Dögg og Þröstur. Aðrir í liðinu voru Kristinn úr Fjölni, Ragga þjálfari úr Óðni og Unnur sjúkaþjálfari. 

Eins og ávallt var samkeppnin hörð á mótinu, jafnvel enn meiri en oft áður. Sem dæmi má nefna að einn besti sundmaður Íslandssögunnar, Eygló Ósk vann til silfurverðlauna á þessu móti fyrir nokkrum árum en í ár hefði sá tími ekki dugað til þess að komast í úrslit. 

Enginn úr íslenska liðinu náði að synda á þeim tímum sem komu þeim á mótið en þeir náðu þó í afar dýrmæta reynslu með þáttöku sinni. Við óskum þeim góðrar heimferðar og við hlökkum til að sjá framfarir þeirra á næsta tímabili. 

Úrslit