Fréttir

ÍRB með flest verðlaun á ÍM50
Sund | 14. apríl 2015

ÍRB með flest verðlaun á ÍM50

Árangur ÍRB frá því á ÍM50 2014 á síðasta ári setti markið hátt fyrir liðið þar sem árangurinn þá var sá besti í langan tíma. Við unnum 36 verðlaun, öll unnin af sundmönnum sem æfa hér heima. Árið á undan (2013) unnum við 19, 5 árið þar á undan (2012) og 10 fyrsta árið mitt sem yfirþjálfari á ÍM2011.  Við vorum mjög sterk á ÍM25 í nóvember 2014 en ÍM50 er alltaf erfiðara mót þar sem þá snúa margir sundmenn heim sem æfa erlendis til þess að ná lágmörkum í landsliðsverkefni sumarsins. Þetta gerir mótið sterkara. Á síðasta ári var SH liðið mjög ríkjandi að stórum þætti vegna sundmanna sem æfa erlendis og vegna stærri hóps eldri sundmanna sem æfa hér heima. Nú í ár steig ÍRB stórt skref í þá átt að minnka bilið með liði sem er að fullu skipað sundmönnum sem æfa hér, eru aldir upp hjá okkur og eru allir 19 ára eða yngri.

 

 

ÍRB vann 37 verðlaun-1 fleiri en á síðasta ári (SH 36, Óðinn 12, Fjölnir 11, Ægir 8, Breiðablik 8, NTC frá Tromsö 7, Akranes 4 og KR 3)

ÍRB vann 6 gull-einu fleira en í fyrra (SH 13, Fjölnir 6, Ægir 6, Óðinn 5, Akranes 2 og KR 2)

ÍRB átti 8  Íslandsmeistaratitla-3 fleiri en í fyrra (SH 13, Fjölnir 6,  Ægir 6, Óðinn 5, Akranes 2 og KR 2)

ÍRB átti 7 einstaklings Íslandsmeistaratitla-2 fleiri en í fyrra (SH 7, Ægir 6, Fjölnir 5, Óðinn 5, Akranes 2 og KR 2)

ÍRB átti 4 einstaklinga sem urðu Íslandsmeistarar-jafn marga og í fyrra (SH 3, Ægir 2, Óðinn 1 Akranes 1 og KR 1) 

ÍRB átti einn Íslandsmeistaratitil í boðsundi-einum fleiri en í fyrra (SH 6 og Fjölnir 1)

 

 

ÍRB vann 29% allra verðlauna á mótinu með lið sem var skipað 28 sundmönnum sem jafngildir 19% af heildarfjölda keppenda og þess má geta að liðið var einnig eitt það yngsta í meðalaldri. Allir sundmennirnir 28 kepptu í úrslitum annað hvort í einstaklingsgreinum eða boðsundum svo allir náðu sér í mikilvæga reynslu.

 

Sunneva Dögg náði hæsta skori af ÍRB stelpunum þegar hún synti 400 skrið og náði 727 FINA stigum og Kristófer Sigurðsson skoraði hæst af ÍRB strákunum með 734 stig í 400 m skriðsundi.

Fjórir sundmenn urðu Íslandsmeistarar á mótinu. Þröstur Bjarnason vann titilinn í 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 og 400 m skriðsundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir í 1500 m skriðsundi og 400 m fjórsundi og Baldvin Sigmarsson í 400 m fjórsundi. Hamingjuóskir til þeirra! Karlaliðið okkar í 4x200 m skriðsundi þeir Björgvin Theodór Hilmarsson, Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason og Baldvin Sigmarsson urðu líka Íslandsmeistarar í þessari grein.

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir setti nýtt íslenskt aldursflokkamet í stúlknaflokki í 1500 m skriðsundi og bætti þar með met Sunnevu Daggar frá því í fyrra um 3 sekúndur. Þetta var frábært sund. Stelpurnar í A boðsundsveitinni í 4x200 m skriðsundi þær Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir settu einnig nýtt íslenskt aldursflokkamet í stúlknaflokki og bættu með því met sem við áttum síðan í fyrra.

 

Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir náðu nokkrum lágmörkum á Evrópuleikana sem haldnir verða í Baku í júlí og Stefanía Sigurþórsdóttir náði fyrsta lágmarkinu á Norðurlandameistaramót æskunnar sem haldið er í júlí. Til hamingju stelpur!

Tveir aðrir sundmenn hafa eins og staðan er núna náð lágmörkum fyrir þessi verkefni það eru þau Harpa Ingþórsdóttir og Ólafur Sigurðsson úr SH.

 

Sjö ÍRB met í opnum flokki voru slegin á mótinu. Kristófer Sigurðsson toppaði tíma Sindra Þórs Jakobssonar í 400 m skriðsundi en það met hefur staðið síðan 2009, Kristófer lækkaði það um 2,5 sek.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir bætti þrjú af sínum eigin metum, 100 skrið um 0,5 sek, 200 skrið um 1 sek og 400 skrið um 4 sek. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir bætti metið í 1500 skrið um 3 sek. Blandaða boðsundsveitin í 4x50 skrið þau Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir bættu ÍRB metið um 2 sek og 4x50 fjór blandaða boðsundsveitin þau Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Baldvin Sigmarsson og Kristófer Sigurðsson tóku 1 sek af gamla tímanum. Síðasta opna ÍRB metið sem slegið var á mótinu metið sem stúlknaboðsundsveitin setti og minnst var á hér á undan þegar þær settu nýtt aldursflokkamet.  Það voru auðvitað líka fjölmörg ÍRB aldursflokkamet slegin sem og félagsmet hjá Keflavík og Njarðvík bæði í opnum flokki og aldursflokkum.

Sundmenn ÍRB unnu 6 gullverðlaun, 15 silfur, 16 brons á opna mótinu og á Íslandsmótinu 8 gull, 13 silfur og 16 brons.

 

Þeir sem unnu til einstaklingsverðlauna, samtals 30 verðlaun:

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir vann gull í 1500 m skriðsundi og 400 m fjórsundi, silfur í 200 m fjórsundi og brons í 200 m skriðsundi og 200 m baksundi.

Þröstur Bjarnason vann Íslandsmeistaragullið í 800 og 1500 m skriðsundi, silfur í opna mótinu í sömu greinum og brons í 400 m fjórsundi.

Kristófer Sigurðsson vann gull í 200 m skriðsundi og 400 m skriðsundi og brons í 100 skrið og 50 bringu.

Baldvin Sigmarsson vann gull í 400 m fjórsundi, silfur í 100 m bringusundi, 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi og brons í 200 m flugsundi.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir vann silfur í 200, 400 og 1500 m skriðsundir og brons í 100 m skriðsundi.

Íris Ósk Hilmarsdóttir vann silfur í 200 m baksundi og í 400 m fjórsundi.

Karen Mist Arngeirsdóttir vann silfur í 50, 100 og 200 m bringusundi.

Sylwia Sienkiewicz vann brons í 200 m flugsundi og í 400 m fjórsundi.

Stefanía Sigurþórsdóttir vann brons í 1500 m skriðsundi.

Svanfríður Steingrímsdóttir vann brons í 200 m bringusundi.

 

Þeir sem unnu til verðlauna í boðsundi, samtals 7 verðlaun:

Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson og Björgvin Theodór Hilmarsson unnu gull í 4x200 skriðsundi.

Stefanía Sigurþórsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir unnu brons í 4x200 skriðsundi.

Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Baldvin Sigmarsson og Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x50 blönduðu fjórsundi.

Erla Sigurjónsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Sunneva Dögg Friðriksdóttir unnu silfur í 4x100 fjórsundi.

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Þröstur Bjarnason, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x50 blönduðu skriðsundi.

Eiríkur Ingi Ólafsson, Baldvin Sigmarsson, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson unnu brons í 4x100 skriðsundi.

Sylwia Sienkiewicz, Erla Sigurjónsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir unnu brons í 4x100 skriðsundi.

 

Á mótinu var þemað hjá okkur – mín frammistaða – mínar ákvarðanir og voru þessi orð prentuð aftan á ÍM50 bolina okkar í neon ljóma. Innan hópsins eru þessi orð komin í uppáhald og það sást vel á mótinu að þeir sem hafa lagt mikið á sig sáu árangur þess. Það er einfalt að þeir sundmenn sem mæta best og æfa rétt með því að einbeita sér að ferlinu, að ná markmiðum og þjálfa tækni náðu frábærum árangri. Hjá þeim skilaði mikil vinna sér!

 

 

Í þessu sambandi verður einnig að minnast á þátt þrekþjálfarans okkar hans Inga Þórs Ólafssonar sem hefur unnið frábært starf með elsta hópinn okkar og einnig á jógakennarann okkar Cörlu Evans sem vinnur með Landsliðshóp og er líka nuddari liðsins. Það má ekki vanmeta vinnu þeirra. Til allra þjálfaranna okkar á yngri stigum sem hafa spilað ótrúlega stórt og mikilvægt hlutverk í þróun þessara sundmanna og við stuðningsliðið okkar segi ég takk, takk, takk.

 

Kærar þakkir Magnea og Unnur sem voru í fullri vinnu sem fararstjórar á mótinu og líka þið sem lögðuð hönd á plóg til þess að hugsa um krakkana okkar, þetta skiptir mjög miklu máli! Einnig bestu þakkir til þeirra sem unnu á mótinu fyrir Sundsambandið fyrir að gefa af tíma ykkar til þess að styðja við keppnina og sundmennina okkar.

 

Að lokum við höfum ótrúlega mikinn stuðning frá stjórninni okkar sem gefur gríðar margar klukkustundir af frítíma sínum til þess að hjálpa til við að gera ÍRB enn betra. Liðsandinn hefur sjaldan verið svona jákvæður bæði hjá sundmönnum og foreldrum en það skiptir ákaflega miklu máli. Kærar þakkir til ykkar líka!

 

Úrslit einstaklingar

Úrslit boðsund

 

Ný met á ÍM50

 

Kristófer Sigurðsson  400 Skrið (50m)         Karlar-ÍRB

Kristófer Sigurðsson  400 Skrið (50m)         Karlar-Keflavík

Baldvin Sigmarsson                    400 Fjór (50m)           Karlar-Keflavík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       100 Skrið (50m)         Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       100 Skrið (50m)         Konur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       200 Skrið (50m)         Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       200 Skrið (50m)         Konur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       400 Skrið (50m)         Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       400 Skrið (50m)         Konur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             1500 Skrið (50m)       Konur-ÍRB

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             1500 Skrið (50m)       Konur-Njarðvik

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             200 Bak (50m)           Konur-Njarðvik

Stefanía Sigurþórsdóttir               1500 Skrið (50m)       Konur-Keflavík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       100 Skrið (50m)         Stúlkur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       100 Skrið (50m)         Stúlkur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       200 Skrið (50m)         Stúlkur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       200 Skrið (50m)         Stúlkur-Njarðvík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       400 Skrið (50m)         Stúlkur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir       400 Skrið (50m)         Stúlkur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             1500 Skrið (50m)       Stúlkur-Íslands

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             1500 Skrið (50m)       Stúlkur-ÍRB

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             1500 Skrið (50m)       Stúlkur-Njarðvik

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             100 Bak (50m)           Stúlkur-Njarðvik

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             200 Bak (50m)           Stúlkur-Njarðvik

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             400 Fjór (50m)           Stúlkur-Njarðvik

Stefanía Sigurþórsdóttir               400 Skrið (50m)         Telpur-Keflavík

Stefanía Sigurþórsdóttir               1500 Skrið (50m)       Telpur-Keflavík

 

Kristófer Sigurðsson  4x50 Skrið (50m)       Karlar/Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

Þröstur Bjarnason

 

Íris Ósk Hilmarsdóttir                 4x50 Fjór (50m)         Karlar/Konur-ÍRB

Karen Mist Arngeirsdóttir

Baldvin Sigmarsson

Kristófer Sigurðsson

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             4x200 Skrið (50m)     Konur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Stefanía Sigurþórsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             4x200 Skrið (50m)     Stúlkur-Íslands

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Stefanía Sigurþórsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

 

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             4x200 Skrið (50m)     Stúlkur-ÍRB

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Stefanía Sigurþórsdóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir