Fréttir

Keflavíkurdagurinn hjá Skotdeildinni
Skotdeild | 12. október 2014

Keflavíkurdagurinn hjá Skotdeildinni

 

Keflavíkurdagurinn var skemmtilegur og nóg um að vera hjá Skotdeildinni, fólk fékk að skjóta á brautina, og þeir allra yngstu fengu að munda loftriffilinn. Dagurinn var einstalega skemmtilegur og hlakkar okkur til þess að taka þátt á næsta ári með þá fleirri brautir og greinar.

Við viljum þakka Ísness ( http://www.isnes.is ) kærlega fyrir lánið á elektrónísku stigabrautinni, en við stefnum á að kaupa tvær slíkar að minnsta kosti.

Á næstunni munum við auglýsa svipaða svona dag fyrir unglingana og ætlunin er að vera í loftaðstöðunni okkar í sundmiðstöðinni. En ekkert félagsgjald er fyrir unglinga í Skotdeild Keflavíkur og munum við vera með 0,- kr í æfingargjöld ásamt því að við munum greiða niður skot og skotmörk.

Við munum auglýsa aftur á næstunni, þegar dagsetning er komin á hreint, þannig að þið sem hafið áhuga ekki láta þetta framhjá ykkur fara, unglingar og foreldrar. Hægt verður að forskrá sig á póstfangið skot@keflavik.is með nafni, kt. og nafni og símanúmeri hjá foreldrum.

Hér má sjá myndir frá Keflavíkurdeginum : http://keflavik.is/skot/myndasafn/?gid=1059

Með bestu kveðju, stjórn Skotdeildar Keflavíkur.