Fréttir

Íslandsmet á Íslandsmótinu í loftgreinum
Skotdeild | 3. apríl 2016

Íslandsmet á Íslandsmótinu í loftgreinum

Góðir hlutir að gerast hjá okkar fólki í loftgreinunum.

Sigríður E. Gísladóttir setti Íslandsmet í loftriffli í unglingaflokki Kvenna með 283.9 stig í 40 skotum
Richard Brian Busching varð Íslandsmeistari í loftriffli í unglingaflokki Karla með 427.3 stig í 60 skotum.
Theodór Kjartandsson var í 2. sæti í loftriffli í Karlaflokki.

Við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal.

Íslandsmeistarar urðu sem hér segir:
Loftskammbyssa karla Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur,í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs.

Í Loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur, í kvennaflokki Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki kvenna Sigríður E. Gísladóttir úr Skotdeild Keflavíku á nýju Íslandsmeti og í unglingaflokki karla Richard B. Busching úr Skotdeild Keflavíkur.

Í liðakeppninni varð Skotíþróttafélag Kópavogs Íslandsmeistari í loftriffli karla, loftskammbyssu karla og kvenna en Skotfélag Reykjavíkur í loftriffli kvenna.