Knattspyrna

Knattspyrna | 30.09.2019
Sindri Þór og Ingimundur áfram í Keflavík

 

Við höldum áfram að semja við lykilleikmenn fyrir næstu tímabil. Þeir Sindri Þór Guðmundsson og Ingimundur Aron Guðnason framlengdu nýlega samninga sína við félagið og eru klárir í slaginn með okkur á næstu árum. Við ætlumst til mikils af þessum drengjum og erum himinlifandi yfir því að þeir ætli að taka slaginn með okkur. Á myndunum er Jónas framkvæmdarstjóri með þeim Ingimundi Aroni og Sindra Þór.