Fréttir

Sigur á Króknum
Knattspyrna | 21. maí 2017

Sigur á Króknum

Keflavíkurstelpur léku annan leik sinn á Íslandsmótinu á Sauðárkrók á föstudaginn gegn Tindastól. Keflavík var mun sterkari aðilinn í leiknum en stelpurnar áttu erfitt með að koma boltanum framhjá öflugum markverði heimastúlkna. Á 73 mín. átti Keflavík flotta sókn sem lauk með góðu marki frá Kötlu Maríu Þórðardóttir. Katla setti knöttinn neðst í vinstra hornið frá vítpunkti eftir góða sendingu frá Anitu Lind Daníelsdóttur og þar við sat. Góð 3 stig sótt í Skagafjörðin og eru stelpurnar með 6 stig að loknum 2 leikjum. Næsti leikur stelpnanna er gegn Fjölni í Borgunarbikarnum á þriðjudaginn í Grafarvoginum kl. 19:15

Skýrsla frá leiknum


Byrjunarliðið gegn Tindastól.
Efri röð frá vinstri: Jóney, Arndís, Anita, Brynja, Þóra, Amber
Neðri röð frá vinstri: Katla, Birgitta, Lauren, Kristrún, Íris


Hópurinn sem fór norður.


Sigri fagnað í leikslok.


Markaskorarinn Katla María Þórðardóttir.