Knattspyrna

Knattspyrna | 01.11.2017
Síðasti séns að panta og máta nýja keppnisbúninginn fyrir jólin

Auka mátun á fimmtudaginn, 2.nóvember mill kl. 18:00-19:00. 

Nýr keppnisbúningur yngri flokka Keflavíkur verður tekinn í notkun sumarið 2018 og ætlum við að bjóða foreldrum að panta hann núna fyrir jólin.

Mátun og pöntun fer fram á efri hæðinni í íþróttahúsinu á Sunnubraut. Það verður sama fyrirkomulag og var í vor á pöntunum. Eins verður hægt að panta og máta utanyfirgallann en hann verður óbreyttur næsta sunmar.

Við verðum líka með ýmsar K-Vörur ss. hettupeysur, stutterma K-boli, húfur, trefla, fána, bindi, slaufur til sölu á staðnum.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur,
Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur. 
 

Hér er mynd af nýja búningnum og stemningunni sem var um síðustu helgi.