Knattspyrna

Knattspyrna | 15.05.2018
Samið við fimm leikmenn mfl. kvenna

Gengið hefur verið frá samningum við fimm leikmenn meistaraflokks kvenna. Þetta eru þær Ástrós Lind Þórðardóttir, Birgitta Hallgrímsdóttir, Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir og Marín Rún Guðmundsdóttir. Þær hafa allar æft og leikið með Keflavík upp yngri flokkana, fyrir utan Dagmar, sem kom frá ÍR í vetur. Ef smellt er á nöfnin þá má sjá nánari upplýsingar um stelpurnar í gagnagrunni KSÍ.

Fyrsti leikur sumarsins byrjaði vel með sigri 5 - 0 gegn ÍR og ætla stelpurnar okkar sér stóra hluti í sumar og er þeim spá 2. sæti í Inkasso. Næsti leikur hjá þeim er gegn Fjölni á Nettóvellinum, miðvikudaginn 16. maí, kl. 19:15.
Frábært að hafa þær í okkar góða hóp.
Sjáumst á vellinum, áfram Keflavík!


Frá vinstri: Dagmar, Eva, Sigurður formaður knsp.deildar, Birgitta, Ástrós og Marín