Knattspyrna

Knattspyrna | 21.11.2018
Magnús Þór Magnússon semur við Keflavík

Magnús Þór Magnússon semur við Keflavík

Knattpsyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Magnús Þór Magnússon um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Magnús sem er 26 ára er uppalinn hjá Keflavík en hefur síðustu 4 ár spilað fyrir Njarðvík. Magnús lék sína fyrstu leiki í efstu deild fyrir Keflavík árið 2009 og hefur samtals leikið 111 leiki í meistaraflokki. Magnús er stór og öflugur miðvörður sem spilaði 21 leik í liði Njarðvíkur á síðustu leiktíð. Stjórn knattspyrnudeildar keflavíkur fagnar því að Magnús sé kominn aftur heim og vonast til þess að hann verði lykilmaður í liðinu til næstu ára.