Fréttir

Keflavík semur við tvo efnilega leikmenn
Knattspyrna | 15. febrúar 2019

Keflavík semur við tvo efnilega leikmenn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við Arnór Smára Friðriksson og Þröst Inga Smárason.
 
Arnór Smári er af góðu einu þekktur innan félagsins. Hann er hægri bakvörður, fæddur árið 1996, lék upp alla yngri flokkana hjá okkur  og spilaði einn leik í Pepsi deildinni árið 2015 en lék með Reyni árið 2016 þar sem hann var valinn leikmaður ársins ásamt því að vera valinn efnilegastur. Hann skipti síðan yfir í  Víði árið 2017 og spilaði þar við góðan orðstí árin 2017 og í fyrra. Í Víði var hann valinn efnilegasti leikmaður liðsins.  
 
Þröstur  Ingi er  fæddur árið 1999 og er traustur markmaður.  Þröstur Ingi hefur leikið upp yngri flokkana hjá okkur í öflugum árgangi sem urðu Íslandsmeistarar í 4. flokki 2013. 
 
Það er okkur sönn ánægja að bjóða þessa efnilegu fyrirmyndardrengi velkomna í meistaraflokkshópinn okkar.
 
Jóhann Birnir Guðmundsson, yfirmaður knattspyrnumál og Arnór Smári 
 

Jóhann Birnir Guðmundsson, yfirmaður knattspyrnumál og Þröstur Ingi.