Knattspyrna

Knattspyrna | 31.01.2019
Keflavík semur við bræðurna Anton Frey og Gunnólf Björgvin
Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við bræðurna Anton Frey Hauks Guðlaugsson og Gunnólf Björgvin Guðlaugsson.
 
Anton Freyr hefur undanfarin ár leikið með meistaraflokki Keflavíkur.Hann er 22 ára varnarmaður og hefur leikið 57 meistaraflokksleiki með Keflavík og Njarðvík, þar sem hann lék eitt tímabil sem lánsmaður.
 
Í sumar spilaði Anton Freyr 14 leiki í Pepsi deildinni. Anton á að baki 16 landsleiki með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.
 
Gunnólfur Björgvin er fæddur 2001 og verður því 18 ára á árinu. Gunnó eins og hann er jafnan kallaður er duglegur og hraður framherji sem látið hefur taka vel eftir sér með góðri spilamennsku í æfingaleikjum með meistaraflokki og leikjum með 2. flokki nú í haust.
 
Við hlökkum til að fylgjast með þessum eðal bræðrum á næstu árum í Keflavíkurtreyjunni.

Jóhann Birnir, Gunnólfur og Anton.