Knattspyrna

Knattspyrna | 21.07.2017
Keflavík bætir við sig leikmanni

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur bætt við sig leikmanni í glugganum en hann heitir Lasse Rise og kemur frá Lyngby í Danmörku.  Lasse er 31 árs og var í unglingaliði Bröndby áður en hann fór yfir til BK Avarta, síðan hefur hann spilað með klúbbum einsog Lyngby BK, Randers FC og Esbjerg FB.  Keflavík fagnar komu hans og er honum ætlað það hlutverk að styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er í því að komast upp í Pepsideild.