Knattspyrna

Knattspyrna | 20.12.2018
Jóhann Þór Arnarsson semur við Kefalvík
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert tveggja ára samning við Jóhann Þór Arnarsson.
 
Jóhann Þór er fæddur árið 2002 og er efnilegur sóknarmaður sem kemur til okkar frá FH. Jóhann hefur skorað mikið af mörkum í yngri flokkum og var til að mynda markahæsti leikmaður A-riðils 3. flokks á þessu ári með 19 mörk i 13 leikjum. Hann hefur leikið 5 landsleiki með U17 ára landsliði Íslands. Þá skoraði Jóhann Þór tvö mörk í 3-2 sigri á Víðismönnum í æfingaleik í meistaraflokki sem fram fór í gær. 
 
Við bjóðum Jóhann Þór velkominn í Keflavík.