Fréttir

Fullt hús í Lengjubikarnum hjá stelpunum
Knattspyrna | 26. mars 2018

Fullt hús í Lengjubikarnum hjá stelpunum

Keflavík lék fjórða leik sinn í Lengjubikarnum gegn ÍR á föstudagskvöldið í Reykjaneshöll. Stelpurnar sýndu flotta frammistöðu og innbyrtu öruggan 4-1 sigur. Mörk Keflavíkur gerðu Marín Rún Guðmundsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir, Mairead Clare Fulton og Sophie Groff. Þess má geta að tvær 13 ára bráðefnilegar stúlkur spiluðu sinn fyrsta meistaraflokks leik, þegar þær komu inn á í síðari hálfleik, Amelía Rún Fjeldsted og Kara Petra Aradóttir. Keflavík hefur unnið alla leikina í Lengjubikarnum í ár og eiga aðeins einn leik eftir í riðlakeppninni, gegn Gróttu þ. 21. apríl.

Leikskýrslan
Staðan í riðlinum

Eftirfarandi myndir tók Auður Erla Guðmundsdóttir


Markaskorararnir: Anita Lind, Sophie Groff, Marín Rún og Mairead Fulton


Kara Petra og Amelía Rún eru í 4. flokki og spiluðu sinn fyrsta mfl. leik.