Fréttir

Steikarkvöld Keflavíkur 14. nóvember
Karfa: Hitt og Þetta | 6. nóvember 2014

Steikarkvöld Keflavíkur 14. nóvember

Stórglæsilegt steikarkvöld verður haldið föstudaginn 14. nóvember nk. í félagsheimili Keflavíkur á efri hæð TM-Hallarinnar. Dagskráin verður í glæsilegri kantinum. Gestir fá fordrykk við komu í boði Ölgerðarinnar, hinn margrómaði snillingur Svali Björgvinsson mun vera veislustjóri og þá mun hljómsveitin Kaleo leika nokkur lög órafmagnað.

Matseðill kvöldsins er ekki af verri endanum. Steikarhlaðborðið samanstendur af nautalundum, lambi og kalkún ásamt dýrindis meðlæti og villisveppasósu eða bernaisesósu en það er meistarakokkurinn Örn Garðarson sem mun sjá til þess að maturinn uppfylli allar þær gæðakröfur sem ætlast má til. 

Húsið opnar kl. 19.00 en miðaverð er 6900 kr., sem falla verður undir skilgreininguna "gjöf en ekki gjald" sé mið tekið af matseðlinum og órafmögnuðum Kaleo.

Nánari upplýsingar um miðapantanir o.fl. má annars finna í meðfylgjandi auglýsingu.