Fréttir

Skýrslan: Keflavík - Haukar. Slæmt tap gegn Haukum.
Körfubolti | 23. nóvember 2019

Skýrslan: Keflavík - Haukar. Slæmt tap gegn Haukum.

 

Image result for keflavík haukar

 

Gangur leiksins:

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Við fullyrðum að við höfum aldrei séð aðra eins deyfð yfir Keflavíkurliðinu í fyrsta fjórðung leiksins algert helvítis vonleysi yfir okkar mönnum. Ætlum ekki að eyða fleirri orðum í þennan leikhluta

 

  1. Leikhluti

 

  • Vonleysið hélt áfram inní annan leikhluta leiksins og við vorum því miður eins og hvolpar inná vellinum og leit út eins og við vildum ekki vera þar. En þegar það voru um 2 mínútur eftir lifnaði aðeins bara aðeins yfir okkar mönnum og náðum aðeins að saxa á forskotið en samt alltof lítið og Haukar fóru með þægilega 11 stiga forystu inní hálfleik, 45-34.

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Okkar besti leikhluti til þessa. Byrjuðum bara hrikalega vel og náðum að minnka forskotið mest niður í 3 stig og þetta leit bara helvíti vel út. En hrikalega slæm turnover og léleg nýting og allt þar fram eftir götum var að gera okkur erfitt að halda forystunni og gegnur Haukar aftur á lagið og mynduðu sér góða 10 stiga forystu fyrir lokafjórðung leiksins staðan 65-55 Haukum í vil. Mikil vinna framundan í 4.leikhluta

 

 

  1. Leikhluti

 

  • Þessi leikhluti byrjaði vel og náðum við að minnka þetta niður í 3 stig aftur en því miður þá bara gekk allt á aftur fótunum hjá okkur og Haukar gengu á lagið og slátruðu leiknum. Og unnu 16 stiga sigur, 86-70.

 

Samantekt:

 

Þessi leikur var okkur því miður ekki til sóma þá sérstaklega 1.leikhluti þar sem við fáum á okkur næstum 30 stig og gekk lítið sem ekkert gekk hjá okkar mönnum sóknarlega. 2. og 3. leikhluti voru reyndar ekki hræðilegir því að við náðum að halda í við Hauka og minnka forskotið en Haukar voru alltaf með svör. Í lokafjórðung leiksins byrjaði þetta vel og náðum aftur að minnka muninn en við lentum síðan í því að missa menn útaf í villuvandræði og þá fór allur kraftur úr okkur og Haukar gerðu vel og kláruðu leikinn.

 

Virkilega  slæmur leikur hjá strákunum okkar og var greinilega fjarvera Dominikas Milkla að spila grimmt inní þar sem við vorum undir í frákastabaráttunni og alltof mikið mæddi á D. Williams sem náði upp ágætisleik en það dugði ekki til. Menn sem þurftu að stíga upp í hans fjarveru hreinlega gerðu það ekki. Virkilegt andleysi var í hluta leiksins en samt sem áður þá sýndum við hvaða gæði eru í liðinu með því að vera alltaf rétt á eftir þrátt fyrir svona dapra frammistöðu sem er jákvætt.

 

*Maður leiksins* : Það voru einungis tveir leikmenn frá okkur með sem performuðu og það voru þeir Hörður Axel og D. Williams en þeir voru með 18 og 15 stig.

 

 

Næsti leikur:

 

Næsti leikur hjá okkar mönnum er á föstudaginn 29.nóvember klukkan 18:30 í Blue-höllinni gegn Fjölni. Stuðningsmenn Keflavíkur setja þær kröfur á liðið að vinna þennan leik. Falur þjálfari Fjölnis er grjórharður Keflvíkingur og við bjóðum hann velkominn aftur á Sunnubrautinna. Núna þurfum við að snúa bökum saman og koma liðinu aftur á sigurbraut. Dominikas Milka snýr aftur í liðið sem er jákvætt. Fjölnir er fyrir leikinn í fallsæti með 2 stig þannig við þurfum að mæta klárir til leiks svo ekki illa fari.

 

Viðtöl eftir leik:

 

Hjalti: „Það sér það hver heilvita maður að Milka er mikilvægur maður fyrir okkur“

 

Hjalti þjálfari Keflavíkur var virkilega ósáttur með spilamennsku okkar manna og ræddi um leikinn við okkur á Keflavík TV og sagði frá því hvað hefði klikkað. Hlustaðu á viðtalið við Hjalta í gegnum Youtube linkinn hérna að neðan.

 

Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur: https://www.youtube.com/watch?v=jJG1TLjahDA

Kári Jónsson: „ Nýttum það vel að það vantaði þeirra besta mann“

 

Kári Jónsson leikmaður Hauka var sáttur með baráttu Haukamanna var sáttur með sigur gegn okkar mönnum og talaði auðmjúkur um það hvernig Haukar fóru að. Hlustaðu á viðtalið í gegnum youtue linkinn hérna að neðan.

 

Kári Jónsson leikmaður Hauka: https://www.youtube.com/watch?v=M2o9MFxdNnI