Fréttir

Sandra Lind, Lovísa og Katrín Fríða framlengja
Karfa: Konur | 17. apríl 2014

Sandra Lind, Lovísa og Katrín Fríða framlengja

Við Keflvíkingar höldum áfram að framlengja við stelpurnar í kvennaliðinu og í gær framlengdu þær Sandra Lind Þrastardóttir, Lovísa Falsdóttir og Katrín Fríða Jóhannsdóttir samning sinn við félagið til tveggja ára. Fyrir höfðu Ingunn Embla Kristínardóttir og tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur sett blek á blað.

Sandra Lind og Lovísa léku mikilvægt hlutverk í liði Keflavíkur í vetur sem endaði í þriðja sæti Domino´s deildarinnar eftir frábæra byrjun. Sandra Lind skilaði 5.5 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka tæp 6 fráköst og þá var Lovísa með 3 stig að meðaltali og 2 fráköst. Katrín Fríða var í minna hlutverki í vetur en hefur alla burði til að auka hlutverk sitt í liðinu í framtíðinni.

Stjórn Keflavíkur lýsir yfir  mikilli ánægju með því að þessar stúlkur allar hafa ákveðið að framlengja við Keflavík og eru væntingarnar til þeirra miklar líkt og allra annarra leikmanna félagsins.

Áfram Keflavík