Fréttir

Samið við fleiri ungar stelpur
Körfubolti | 22. október 2016

Samið við fleiri ungar stelpur

Nýlega gekk Keflavík frá samningum við tvær ungar og efnilegar stelpur. Það eru stelpurnar Eva María Lúðvíksdóttir og Eydís Eva Þórisdóttir. Þær eru fæddar árið 2000, hafa alist upp hjá félaginu og eru margaldir Íslands og Bikarmeistarar með yngriflokkum félagsins. 

Fyrir þetta tímabil hefur kvennalið Keflavíkur skráð nýtt lið í 1. deild kvenna, Keflavík-b. Það lið er skipað stelpum á stúlkna og unglingaflokksaldri en ljóst er að gríðarlegur hæfileiki er til staðar í kvennastarfi Keflavíkur.
Keflavík-b hefur leikið 2 leiki í 1. deildinni gegn öflugum liðum KR og Breiðabliks en tapað þeim báðum. Þrátt fyrir tap voru leikirnir góðir og ljóst er að Keflavík-b mun standa í öllum liðum 1. deildarinnar. Næsti leikur er sunnudaginn 23. október í grafarvoginum gegn Fjölni. 

Eva María t.v. og Eydís Eva t.h.