Fréttir

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 24. apríl 2017

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna

 

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna

 

Minnibolti 11 ára stúlkna í Keflavík tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil núna um helgina eftir hreinan úrslitaleik við Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur voru 23-16. Þjálfari liðsins er Jón Guðmundsson.

Úrslitaleikurinn fór rólega af stað og greinilega nokkuð stress hjá báðum liðum, en það voru  Þórsarar sem skoruðu fyrstu stigin eftir víti. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og staðan 8-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik mættu Keflavíkurstúlkur hrikalega grimmar til leiks og sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur.

Þetta var klárlega sigur liðsheildarinnar þar sem vörnin var þeirra helsti styrkur. Liðin mættust 5 sinnum í vetur og þar vann Þór fyrstu 3 leikina en Keflavík síðustu 2 þannig að þetta voru án efa tvö bestu liðin í þessum aldursflokki. Frábært hjá þessum ungu stúlkum sem eiga án efa framtíðina fyrir sér.

 

Til hamingju Keflavík!