Körfubolti

Karfa: Unglingaráð | 11.10.2017
Karfa fyrir leikskólahóp á laugardögum

Nú ætlum við að bjóða upp á fríar körfuboltaæfingar fyrir stelpur og stráka fædd 2012 og 2013.  Æft verður í B-sal á laugardögum kl. 9.00-9.50 í íþróttahúsinu við Sunnubraut og mun Kristjana Eir Jónsdóttir stýra æfingunum.

Fyrsta æfing verður laugardaginn 14. oktober.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur