Fréttir

Hallveig Jónsdóttir í Keflavík
Karfa: Konur | 30. maí 2014

Hallveig Jónsdóttir í Keflavík

Keflavík hefur samið við hina 19 ára gömlu Hallveigu Jónsdóttir um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hallveig sem er uppalin Breiðabliksmær hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár og á nýliðnu tímabili skilaði hún um  7 stigum, 2 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 stoðsendingum í leik.

Hallveig hefur leikið með flestum yngri landsliðum Íslands og þá hefur hún sl. tvö ár verið viðloðin A-landsliðið svo ljóst er að um happafeng er að ræða. Í stuttu samtali við heimasíðu Keflavíkur kvaðst Hallveig spennt fyrir komandi tímabili en henni hafi litist mjög vel á hópinn og þjálfarann í Keflavík og það hafi ráðið mestu um að hún ákvað að semja við Keflavík.

Mikil ánægja ríkir í herbúðum Keflvíkinga með þennan liðsstyrk og ljóst að Keflavíkurstúlkur tefla fram sterkum leikmannahóp í vetur líkt og venjulega.