Körfubolti

Karfa: Yngri flokkar | 19.09.2018
Opnar æfingar fyrir 1.-8. bekk!

 

Vikuna 22.-30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Af því tilefni langar okkur hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur að hvetja alla að mæta á opnar æfingar í september fyrir 1.-8. bekk.

Við hvetjum alla til að koma að prufa þessa stórkostlegu íþrótt undir handleiðslu frábærra þjálfara. Hver veit nema að körfubolti sé íþróttin sem þið hafið leitað af!

Allar upplýsingar um æfingatöfluna og þjálfara má sjá á meðfylgjandi mynd eða hér.

Barna og Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur