Fréttir

Taekwondo | 19. október 2014

Svartbeltispróf

Á laugardag var taekwondosamband Íslands með svartbeltispróf. Það prófdómarar voru Jamshid Mazaheri (7. gráðu svart belti) og Eduardo Rodriguez (5. gráðu svart belti). Að þessu sinni voru 8 iðkendur að taka próf frá þremur félögum, Keflavík, Aftureldingu og Ármanni. Prófið var erfitt en allir stóðust að lokum.

Próftakar frá Keflavík voru:

Daníel Arnar Ragnarsson 1. poom svartbeltisgráða

Ólafur Þorsteinn Skúlasson 1. dan svartbeltisgráða

Ægir Már Baldvinsson 1. dan svartbeltisgráða

Helgi Rafn Guðmundsson 4. dan svartbeltisgráð


Yfirþjálfari Keflavíkur til margra ára var að taka 4. dan sem er meistaragráða í taekwondo. Það er mikill heiður fyrir Keflavíkurdeildina að hafa þjálfara með þessa gráðu, en örfáir Íslendingar hafa náð meistaragráðu í taekwondo.