Taekwondo

Taekwondo | 08.05.2018
Sumarið í taekwondo

Það verða fjölbreytt og skemmtileg námskeið hjá taekwondo deild Keflavíkur í sumar. Námskeiðin verða fyrir krakka á öllum aldri. Drekaævintýrið verður á sínum stað en þetta hafa verið vinsælustu bardagalistanámskeið fyrir börn sem haldin eru á hverju ári á Íslandi. Svo verða KidFit og TeenFit karaktermiðuð, þrepastkiptu þrekæfingarnar á sínum stað, en þær æfingar hafa verið gífurlega vinsælar síðan æfingar hófust síðasta sumar

Skráning er neðst á síðunni

Með fyrirvara um breytingar, tímasetningarnar á kvöldæfingunum gætu breyst örlítið, það er verið að vinna í því :)