Sund

Sund | 12.11.2017
Speedomótið í nóvember

Mikil gróska hjá yngri flokkunum.

Speedomót ÍRB fór fram í Vatnaveröld laugardaginn 4. nóvember. Alls kepptu 200 sundmenn á mótinu frá átta félögum, en mótið var fyrir sundmenn 12 ára og yngri. Sundmenn ÍRB stóðu sig afar vel, en til marks um það þá sigruðum við í öllum átta boðsundum mótsins og áttum margoft fólk í fyrstu þremur verðlaunasætunum.

Öll umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar fyrir félagið, og eiga foreldrar og stjórnarfólk mikið hrós skilið fyrir flott mót og samhent vinnubrögð við undirbúning, mönnun  og frágang við mótið.

Úrslit mótsins