Fréttir

Meistarar á leiðinni á Norðurlandameistaramót
Sund | 19. nóvember 2014

Meistarar á leiðinni á Norðurlandameistaramót

Íslandsmeistararnir frá á ÍM25 þau Baldvin Sigmarsson, Þröstur Bjarnason, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir munu öll keppa á Norðurlandamestaramóti Unglinga í Svíþjóð desember.

Þessir ungu sundmenn syntu mjög vel á mótinu og voru öll á tímum innan við 2% frá lágmörkum á Heimsmeistaramótið. Allir sundmennirnir fimm eiga Íslandsmet í sínum aldursflokki en það nýjasta er met í Telpnaflokki (13-14 ára) sem Karen Mist Arngeirsdóttir setti í 100 m bringusundi á ÍM um síðustu helgi.  Hún synti á 1:11.91 og var þetta í þriðja sinn sem hún bætir metið á þessu ári. 

Við óskum þeim öllum góðs gengis í lokaundirbúningi fyrir þetta spennandi mót.