Fréttir

Meira af metum og lágmörkum.
Sund | 5. október 2015

Meira af metum og lágmörkum.

Góður árangur náðist á TYR móti Ægis sem fram fór í Laugardalnum  helgina  02. – 03. október. Þangað sendi ÍRB eingöngu þrjá efstu hópana. Keppt var í tveimur aldursflokkum og í opnum flokki. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í flokki 12 ára og yngri en stigahæstu keppendur fengu verðlaun í flokki 13 ára og eldri og í opnum flokki. Sundfólkið stóð sig afar vel á mótinu og er í góðum gír fyrir komandi vetur. Verðlaun á mótinu voru veitt af Aquasport og TYR sundvöruframleiðandanum. Við hjá ÍRB áttum  fjóra af þeim ellefu verðlaunahöfum sem voru í þessum flokkum.

Klaudia Malesa náði merkum áfanga þegar hún náði lágmörkum í Tokyo 2020 hóp SSÍ, en við hjá ÍRB eigum nú orðið alls 7 sundmenn í þessum hópi. Tveir nýjir sundmenn bættust síðan  í Lyngby hópinn okkar, en hann telur nú orðið 13 sundmenn sem eru á leiðinni til Lyngby í janúar.

Alls féllu sex innanfélagsmet á mótinu. Eva Margrét Falsdóttir hélt áfram að bæta metum í safnið en hún setti alls fjögur met í flokki hnáta 10 ára og yngri.  Í 100m bringusundi, 1:31,62 og 50m flugsundi,  36,36 en bæði þessi met voru bæði ÍRB og Keflavíkurmet. Síðan setti Sunneva Dögg Friðriksdóttir met í 50m skriðsundi í flokki stúlkna 15 – 17 ára,  27, 41 sem var bæði ÍRB og Njarðvíkurmet,

 

Telpnaflokkur:

1. sæti: Stefanía Sigurþórsdóttir, ÍRB með 1160 stig

2. sæti: Marta Buchanevic, Ægimeð 1.136 stig

3. sæti:  Klaudia Malesa, ÍRB með 974 stig

 

Opinn flokkur:

1. sæti:  Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi með 1572 stig

2. sæti:  Inga Elín Cryer, Ægi með 1403 stig

3. sæti:  Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB með 1383 stig

4. sæti:  Bryndís Bolladóttir, Óðni með 1291 stig

5. sæti:  Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB með 1261 stig