Fréttir

Már Gunnarsson farinn á EM
Sund | 28. apríl 2016

Már Gunnarsson farinn á EM

Már Gunnarsson sundmaður úr ÍRB/Nes hélt til keppni eldsnemma í morgun á EM 50 í Portúgal.
 
Gaman er að segja frá því að ÍRB á tvo fulltrúa á mótinu því með honum í för er Helena Hrund
 
Ingimundardóttir þjálfari hjá ÍRB. Við hjá ÍRB óskum þeim góðs gengis.
 
Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí
 
næstkomandi. Ísland sendir fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur.
 
 
 
Keppendur Íslands á EM í Portúgal:
 
 
 
Jón Margeir Sverrisson, S14, Fjölnir - 200m skriðsund, 100m bringusund og 200m fjórsund.
 
Már Gunnarsson, S12, Nes/ÍRB - 100m skriðsund, 400m skriðsund, 100m baksund og 200m fjórsund.
 
Thelma Björg Björnsdóttir, S6, ÍFR - 50,100 og 400m skriðsund, 100m bringusund og 200m fjórsund.
 
Sonja Sigurðardóttir, S4, ÍFR - 50, 100m skriðsund, 50m baksund, 50m bringusund og 150m þrísund.
 
 
 
Fararstjóri í ferðinni verður Þór Jónsson formaður sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra og Kristín
 
Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari. Þeim til halds og trausts í ferðinni verða Ragnar Friðbjarnarson
 
þjálfari/sjúkraþjálfari og Helena Hrund Ingimundardóttir þjálfari/aðstoðarmaður.
 
 
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) greindi frá því að mótið verði allt sýnt í beinni á netinu en
 
útsendingarnar verður hægt að nálgast á funchal2016.com
 
 
 
Hér er hægt að nálgast keppnisdagskrá mótsins en undanrásir hefjast kl. 09:00 alla morgna að
 
staðartíma og úrslit kl. 17:00.
 
 
 
EM í sundi er síðasta stórmót sundmanna fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Rio de Janeiro í
 
Brasilíu í september en það mót verður það fyrsta í sögunni sem fram fer í Suður-Ameríku.