Sund

Sund | 10.05.2018
Landsbankamót ÍRB 2018

Landsbankamót ÍRB verður haldið í Vatnaveröld dagana 11.-13. maí. 

Líkt og fyrri ár munu 8 ára og yngri synda á föstudegi. Þetta er gert til að fá svigrúm til að dekra okkar yngstu sundmenn á föstudegi og um leið til að keyra mótið hraðar fyrir hin eldri á laugardegi og sunnudegi.

Keppt verður í 25m laug fyrir 12 ára og yngri en í 50m laug fyrir 13 ára og eldri í fjölmörgum keppnisgreinum með beinum úrslitum.

Upplýsingasíða mótsins þar sem upplýsingar verða færðar inn: Landsbankamót 2018