Sund

Hagnýtt fyrir fararstjóra

Eftirfarandi er gott að hafa í huga varðandi gistinguna í Myllubakaskóla, umgengni o.fl.

Félögunum verður úthlutað stofum og hver er ábyrgur fyrir sinni stofu meðan á móti stendur. Að deginum er húsið opið og stofurnar ólæstar, þannig að ekki er vert að geyma nein verðmæti þar. Ætlast er til að ró verði komin á í húsinu klukkan 22:00 (nema á sunnudagskvöldið). BANNAÐ er að ganga á útiskóm inni.

Mikilvægt er að sundmenn fikti ekki í símum, tölvum eða öðrum búnaði sem kann að vera í stofunum. Berum virðingu fyrir vinnustað kennara og barnanna og göngum vel um. Til að allt gangi að óskum þá er mikilvægt að við sýnum hvort öðru tillitssemi við laugina í gistihúsnæði og í matsal.

Hægt er að ná í starfsmenn á vakt með þvi að hringja í þá aðila sem eru á vakt  -   Vaktir í skóla.

Allir sem kaupa pakka fá afhent hálsband með merki mótsins og matarmiðum á, sem ástæða er til að minna keppendur á að passa vel uppá, þá þarf að sýna við hverja máltíð. 

Til að forðast sóðaskap í búningsklefunum er mikilvægt að keppendur gangi ekki á sömu skóm á áhorfendapöllunum og inní klefunum=engir útiskór inni.

Aldrei er of brýnt fyrir keppendum að merkja eigur sínar. Það er t.d. erfitt að þekkja ómerkta AMÍ boli í sundur.

Helstu verslanir í Reykjanesbæ eru:
Kaskó Iðavöllum 14B, 230 Keflavík
Samkaup Strax Hringbraut 55, 230 Keflavík
Samkaup Úrval, Krossmóa 4, 260 Njarðvík
Iceland Hafnargötu 51, 230 Keflavík
Bónus Fitjum, 260 Njarðvík

Lyfjaverslanir í bænum:
Apótekarinn, Suðurgötu 2, 230 Keflavík, sími 421 3200
Apótek Suðurnesja, Hringbraut 99, 230 Keflavík, sími 577 1150
Reykjanesapótek, Hólagötu 15, 260 Keflavík, sími 451 33930
Lyfja, Krossmóa 4, 260 Keflavík, sími 421 65650

Slysamóttaka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er á Skólavegi 6-8, 230 Keflavík, sími 4220500
Þeir sem koma á slysamóttöku eru þeir sem hafa meitt sig á síðasta sólarhring. Fólki með eldri meiðsl er bent á heilsugæsluna. Tekið er á móti slösuðum allan sólarhringinn. Á virkum dögum milli klukkan 8:00 og 16:00 er hjúkrunarfræðingur á staðnum sem sinnir móttöku slasaðra. Eftir klukkan 16:00 og um helgar þarf að láta vita af sér í afgreiðslunni.