Skotdeild

Skotdeild | 07.03.2019
Óskum eftir fólki í nefndir

Kæru félagsmenn.

Við viljum leita til ykkar með það að starfa fyrir deildina vegna hinna ýmsu málefna. Deildin er mjög stór og að miklu að huga. Á síðasta Aðalfundi var rætt að vera með 3 nefndir starfandi af félagsmönnum. Þær nefndir voru húsnefnd, mótanefnd og aganefnd. Eftir fundinn sem við héldum í kvöld, þá höfum við bætt örlítið um betur. Okkur langar til að hafa eftirfarandi starfandi nefndir, húsanefnd, mótanefnd, öryggis og aganefnd og svo skemmtinefnd.

Allir sem hafa áhuga sendið tölvupóst á skot@keflavik.is 

Með von um góð viðbrögð, Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.