Fréttir

Nýtt Íslandsmet í loftriffli unglinga
Skotdeild | 19. nóvember 2017

Nýtt Íslandsmet í loftriffli unglinga

Núna um helgina fór fram Opna Kópavogsmótið í loftgreinum haldið af Skotíþróttafélgi Kópavogs. Skotdeild Keflavíkur var með 7 keppendur, 3 í loftskammbyssu og 4 í loftriffli.

 

Í loftskammbyssu kepptu Dúi Sigurðsson (520 stig), Jens Magnússon (515 stig) og Hannes H. Gilbert (513 stig)

Í loftriffli kepptu Theodór Kjartansson (524,2 stig), Magnús G. Jensson (557,7 stig) og Helgi S.Jónsson (508,3 stig) í unglingaflokki pilta og Sigríður E. Gísladóttir (339.6 stig) í unglingaflokki stúlkna.

Maður mótsins var okkar eigin Magnús G. Jensson en ásamt því að vera í fyrsta sæti í unglingaflokki pilta þá setti hann nýtt íslandsmet með 557,7 stigum, en hann átti eldra íslandsmetið einnig, en það setti hann viku á undan á landsmóti STÍ sem haldið var í Borgarnesi en þar skaut hann 549,0 stig. Óskum við honum innilega til hamingju með þennan rosalega árangur. Magnús var einnig í öðru sæt yfir allt mótið sem verður að teljast stórglæsilegur árangur hjá dreng í unglingaflokki.

Mikil uppsveifla hefur verið í loftgreinum hjá okkur og má þakka fyrir mjög flotta og góða aðstöðu sem við höfum verið að koma okkur upp á síðustu árum.