Fréttir

Nýtt Íslandsmet í dag!
Skotdeild | 26. júlí 2015

Nýtt Íslandsmet í dag!

 

Theodór Kjartansson hjá Skotdeild Keflavíkur sló eigið Íslansmet í dag á Landsmóti STÍ í 300 metra liggjandi skotfimi sem haldið var hjá Skotdeild Keflavíkur á Hafnarheiðinni. Hann skoraði 573 stig en hans fyrra met var 572 stig sem hann skaut á Landsmóti hjá Skyttunum árið 2013. Við óskum honum innilega til hamingju með metið og sigurinn í dag.
2 lið kepptu í dag, Skotdeild Keflavíkur og Skotíþróttafélag Kópavogs þar sem Skotíþróttafélag Kópavogs hafi betur. Veðrið var mjög milt og rigndi þónokkuð um tíma og gránaði þá aðeins skyggnið og svo gerði vindurinn keppendum smá grikk þar sem hann sneri sér úr austri í vestur rétt áður en lokahrinan með síðustu 10 skotunum var skotin.

Í fyrsta sæti var Teddi hjá Skotdeild Keflavíkur með 573 stig, í öðru sæti var Arnfinnur hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 569 stig og í því þriðja var Hannes einnig hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs með 500 stig. Eitt skot þurfti að notast við 30 cal kúlu til að skera úr hvort væri tía eða nía hjá Tedda og eins og sést á meðfylgjandi mynd þá er kúlan varla komin niður þegar hún byrjar að skera yfir líuna hjá tíunni. Stórskemmtilegt mót þar sem línurnar voru lagðar fyrir næsta mót sem veðrður Íslandsmótið í þessari grein og verður þann 29. ágúst næstkomandi. Við viljum þakka keppendum og yfirdómaranum Ragnari Franz fyrir frábæran dag, og mömmu formansins sem bakaði brakandi fína bananatertu fyrir daginn.

Fleiri myndir munu koma bráðlega.
 

Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.