Fréttir

Kveðja frá Formanni Skotdeildar
Skotdeild | 9. mars 2014

Kveðja frá Formanni Skotdeildar

Kveðja Formanns

 

Sælir félagsmenn Skotdeildar Keflavíkur, mig langar til að senda ykkur kveðjur og þakka fyrir gamla lyklaárið og hlakka til þess nýja sem er byrjar á næstu dögum. Sendir hafa verið út gíróseðlar og lyklaskiptin hafa verið auglýst þann 29. mars.
 

Mig langar einnig að impra aðeins á umgengisreglum sem hanga inni í húsinu og er verið að vinna í því að koma þeim á vefinn okkar fína, þessar reglur eru í raun ekki flóknar og höfða flestar til almennrar skynsemi, og ef þú hefur staðist skotvopnanámskeiðið þá ættir þú að kunna þær allflestar. En það eru nokkrar reglur sem hanga uppi á vegg í riffilhúsinu sem eru ekki beint í námskeiðinu, eins og að fara í vestin góðu áður en haldið er út þegar menn fara á riffilbrautina til að hengja upp eða sækja skotmörkin.

Talandi um skotmörkin, eigum við ekki að vaxa upp úr því að skjóta blöðrur og annað rusl sem er í raun bannað s.kv. reglunum ef þær hanga enn uppi á vegg. Við eigum að skjóta á þar til gerð skotmörk og festa þau á plöturnar á markhöldurunum sem við viljum að lifi sem lengst. Ekki festa blöðrur og annað rusl beint á battana sem halda uppi plötunum og skjóta þá í klessu.

Ef þú sem félagsmaður sérð þetta uppi á svæði þá mátt þú banna svona hegðun og mátt tilkynna hana til okkar í stjórninni. Við viljum bæði halda vellinum okkar sem flottustum og heillegustum sem lengst. Við skulum halda áfram að vera íþróttinni til sóma og okkur sjálfum og fara hugsa um félagið okkar, benda mönnum á hvað betur mætti fara ef þeir eru að gera vitlaust o.s.frv.

Ég bið ykkur vel að lifa og þakka ykkur fyrir að lesa þessa grein sem snertir alla sem eru í félaginu, ekki bara þá sem eru í stjórn og þá sem leggja hönd á plóg með að leggja til vinnu við að fegra og betrumbæta svæðið.

Bestu kveðjur Bjarni Sigurðsson Formaður Skotdeildar Keflavíkur.