Fréttir

Keflavík Opið 300m liggjandi: Úrslit
Skotdeild | 17. júlí 2014

Keflavík Opið 300m liggjandi: Úrslit

Í gær fór fram 300m Keflavík-Opið mót.
 
Var mótið hugsað sem upphitunarmót fyrir Íslandsmótið í 300 metrum, en Íslandsmótið verður haldið 9. ágúst. Vonumst við til þess að sjá sem flesta mæta á Íslandsmótið.
Skotið var 30 skotum í þremur lotum, 10 skot í hverri lotu.
 
5 keppendur mættu til leiks.
 
Í fyrsta sæti var Theodór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 286stig, annar varð Arnfinnur Jónsson úr skotfélagi Kópavogs með 277stig, og þriðju var Hannes Haraldssson úr skotfélagi Kópavogs með 357stig.
 
 
Eftir að skotmörkum hafði verið komið upp og keppendur voru búnir að koma sér fyrir á sínum brautum hófst mótið.
 
Eftir tvær lotur var staðan um fyrsta sætið jöfn stigum á milli Theodórs og Arnfinns, en voru þeir báður með 187 stig, en Theodór var með 2X meðan Arnfinnur var með 1X og var því ljóst að síðasta lotan myndi alfarið skera úr um úrslitin.
Arnfinnur skaut 90stig í síðustu lotunni, en Theodór innsiglaði flottan sigur sinn með því að ná 99stigum og bæta við 2X í viðbót.
 
Óskum við honum Tedda innilega til hamingju með sigurinn
 
Sérstakar þakkir fyrir aðstoð á mótinu fá Stefán Eggert Jónsson og Rebekka Reynisdóttir.
 
Kveðja Kúlunefnd