Fréttir

Íslandsmót í 300m liggjandi riffli: Úrslit
Skotdeild | 9. ágúst 2014

Íslandsmót í 300m liggjandi riffli: Úrslit

Í dag 9. ágúst var haldið Íslandsmót í 300metrum liggjandi riffli á vegum STÍ
Voru sex keppendur skráðir til leiks, tveir frá skotdeild Keflavíkur og fjórir frá Skotfélagi Kópavogs.
 
skotið var 60 skotum í 6 lotu, 10 skot í hverri lotu.
 
Í fyrsta sæti var Theodór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 555 stig, annar varð Tómas Þorkelsson úr Skotfélagi Kópavogs með 546 stig og þriðji var Arnfinnur Jónsson einnig úr skotfélagi Kópavogs með 541 stig.
Óskum við Theodóri innilega til hamingju með sigurinn en einnig með að hafa varið íslandsmeistara titilinn.
JAK Skotíþróttir
Mynd birt með leyfi Jóhanns A. Kristjánssonar - JAK Skotíþróttir
 
Eitt lið var skráð til leiks en var það lið frá Skotfélagi Kópavogs sem skipað var af þeim Arnfinni Jónssyni, Tómasi Þorkelssyni og Hannesi Haraldssyni, voru samanlögð stig þeirra 1577.
Skotdeild Keflavíkur vinn óska A-liði Skotfélags Kópavogs innilega til hamgingju með sigurinn í liðakeppninni.
JAK Skotíþróttir
Mynd birt með leyfi Jóhanns A. Kristjánssonar - JAK Skotíþróttir
 
 
Kveðja kúlunefnd