Skotdeild

Skotdeild | 09.02.2018
Íslandsmet hjá Helga á RIG

Reykjavíkurleikarnir fóru fram um síðastliðnu helgi í hinum ýmsu íþróttagreinum og vorum við með 8 keppendur frá Skotdeild Keflavíkur á leiknum.

Helgi Snær Jónsson gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki karla í loftriffli og tók bronsið yfir heildarmótið. Aldrei hefur áður verið keppt með þessu fyrirkomulagi í flokki unglinga áður og var því Íslandsmet hjá Helga í Skotdeild Keflavíkur og hjá Viktoríu Erlu í Skotfélagi Reykjavíkur í unglingaflokki kvenna.

Fyrirkomulagið er þannig að keppt er í undanúrslitum og komust átta efstu keppendur í svokallaðan Final. Magnsús Jensson og Helgi Jónsson komust í Final af okkar fólki sem keppti í loftriffli. Magnús 5. inn með heildarskor 551.3 stig og Helgi 7. inn með 513.1 stig. 

Þegar Final hefst eru allir jafnir, skotið er fyrst 10 skota hrinu og svo 2 skot. Sá sem er með neðsta skorið eftir 12 skotin dettur út. Svo eru skotin 2 skot í 6 skipti eftir það og dettur alltaf einn út eftir hver 2 skot. Magnús datt út eftir 18 skot með 161.5 stig aðeins 0.1 stigi á eftir Róberti frá Skotfélagi Reykjavíkur með 161,6 stig. Helgi Snær dettur út eftir 22 skot með 198,9 stig á nýju Íslandsmeti í unglingaflokki Karla. Innilega til hamingju með þennan árangur Helgi. Final snýst einmitt um að geta haldið haus og skotið sitt allra besta undir mikilli pressu.

Skotdeild Keflavíkur átti einnig keppnedur í loftskammbyssu og voru þar Hannes Gilbert 3. inn í Final með heildarskor 509 stig og Þorgeir Þorbjarnarson 7. inn í Final með 504 stig. Sama fyrirkomulag er á Final í loftskammbyssu og loftriffli og endaði Þorgeir í 7. sæti eftir 14 skot og með 108,0 stig. Hannes endaði í 6. sæti eftir 16 skot með 131,9 stig. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og öllum þeim sem kepptu fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur. 

Góður kjarni af unglingum sem eru hjá okkur eiga sannarlega framtíðina fyrir sér í Skotíþróttum og er virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu. Framtíðin er björt!

Kær Kveðja fyrir hönd Skotdeildar Keflavíkur, Bjarni Sigurðsson.