Skotdeild

Skotdeild | 01.10.2018
Auglýsum eftir fólki í nefnd

Daginn kæru félagsmenn.

Eins og þið vitið flest (vonandi) þá er mikið og öflugt Loftgreinastarf í gangi hjá Skotdeild Keflavíkur. Við erum með metnaðarfullt íþróttafólk á öllum aldri og státum af glæsilegri aðstöðu sem hefur tekið mörg ár að koma á koppinn. Undanfarin þrjú til fjögur ár hafa verið einstaklega góð. 

Eftir mikla vinnu og mikið erfiði þá fengum við Loftsalinn sem við höfum í dag árið 2015, þá til reynslu í eitt ár. Það ár leið og annað til, svo í fyrra fengum við svo formlega afhentan salinn. En þannig er mál með vexti að við sköpum ekki ef við höfum ekki aðstöðu og tólin til. Þess vegna var ákveðið að taka það sem keypt hefur verið í skömmtum. Núna er verið að vinna í breytingu á aðstöðunni og komum við til með að bæta við rafrænum gildrum í salinnn við þær 6 sem eru fyrir.

Núna í dag eru æfingar oft í viku og er mikið utanumhaldið. Því leitum við til ykkar félagsmenn í sjálfboðavinnu sem hafið áhuga um að sækja um í loftnefnd Skotdeildar Keflavíkur og sem æfingarstjórar til að létta undir bagga með æfingarstjórum Skotdeildarinnar til að taka þátt í æfingum og mótahaldi Skotdeildarinnar fyrir komandi keppnistímabil.

Áhugasamir sendið tölvupóst á skot@keflavik.is með öllum þeim helstu upplýsingum um sjálfan sig. Símanúmer, fæðingarár, nafn og hvort viðkomandi sé með skotvopnaleyfi. Stjórn Skotdeildarinnar fer svo yfir umsóknirnar og velur þá einstaklinga sem þeim finnst hæfastir af umsækendum. Valið verður tilkynnt fljótlega, ný nefnd tekur svo til starfa eftir hvern aðalfund sem haldinn er árlega.
 

Loftgreinanefnd
Tilgangur og skyldur nefndar:
Nefndin sér um að halda loftsalnum og tækjum og búnaði sem snýr að honum í góðu standi og er þar með talið þrif. Ekki skal stofnað til kostnaðar nema í samráði við stjórn Skotdeildarinnar. Nefndin er stuðningsaðili við mótahald Skotdeildarinnar í loftgreinum og koma til með að leggja upp mótaröð ársins í loftgreinum til samþykktar stjórnar með að minnsta kosti 4 mótum yfir árið sem eru ekki innan STÍ. Nefndin skal hittast að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári og skila inn gögnum af þeim fundi til stjórnar.

Hvetjum við alla til að sækja um hvort sem þeir vilja starfa sem æfingastjórar eða í nefndinni, eða bæði. Gaman væri líka að sjá foreldar þeirra unglinga sem hafa verið að æfa hjá okkur og taka þátt í starfinu með börnunm sínum.

Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.