Skotdeild

Skotdeild | 27.12.2017
Áramótamótið í Leifdúfuskotfimi

Hið árlega áramótamót verður haldið fyrir félagsmenn á hafnarheiðinni á gamlársdag og byrjar stundvíslega klukkan 11:00. Mæting klukkan 10:30 fyrir þá sem ætla að keppa og skráning á staðnum.

Eins og vanalega hafa K-flugeldar styrkt okkur um verðlaun og þökkum við kærlega stuðninginn! 

SKJÓTUM KEFLAVÍK Á TOPPINN!!!

Gæðavörur á góðu verði á sölunni okkar í gamla K-Húsinu við Hringbraut. Endilega kíkið á okkur, gæðið ykkur á kaffi og konfekti og gerið kjarakaup á flottum flugeldum.

Opnunartímar hjá okkur eru:
Fimmtudagur 28. des 15:00-22:00
Föstudagur 29. des 15:00-22:00
Laugardagur 30. des 10:00-22:00

Sunnudagur 31. des 10:00-16:00

Spáinn er norðaustan 8 til 13 og heiðskýrt. 

Kveðja Stjórn Skotdeildarinnar