Fréttir

Skotdeild | 15. ágúst 2016

22lr veiðirifflamót

Laugardaginn 20. ágúst verður haldið veiðirifflamót.
 
Mótið hefst kl 11:00
 
Fyrirkomulag: Skotið verður á 2 skífur, 9 skot á hverja skífu. Önnur skífan verður á 50m og skotið verður standandi, hin skífan verður á 100m og skotið frá borði eða liggjandi.
 
Hver skífa er með 9 silúettur, hægt er að fá mest 2 stig fyrir hverja (gráa miðjan), svart gefur 1 stig og hvítt gefur 0 stig, ekki er leyfinlegt að skjóta fleiri en 9 skotum á skífuna, fleiri en 9 skot eða ef 2 skot lenda í sama dýrinu, þá gefur það refsingu.
Dýr með 2 skotum í sér gefur 0 stig.
Skot umfram 9 gefa -1 stig.
 
Verða tveir flokkar, létt hlaup og þungt hlaup.
Hámarks sjónaukastækkun er 9x í báðum, ef riffill er með sjónauka sem er stillanlegur og getur farið ofar en 9x þá er hann stilltur á 9x af mótsstjóra og sett límband yfir.
 
Tvífætur eru leyfðir að framan, enginn stuðningur er leyfður að aftan.
 
Mótsgjald: 1000kr reiðufé (enginn posi)