Skotdeild

Skotdeild | 05.06.2020
22BR mót
BR50 mót Höfnum - 3 blöð
 
20.júní 2020
 
BR50 mót verður haldið í Höfnum laugardaginn 20.júní næstkomandi.
Mótið hefst kl.15:00 stundvíslega og er mæting 14:30 og uppstilling
vindflagga hefst 14:50.
Keppt verður í tveimur flokkum, Sporter og Varmit.
Umboðsaðili Caldwell á Íslandi styrkir mótið með verðlaunum. Hann
mun verðlauna sérstaklega þann sem nær 250 stigum og 25 x á einu
keppnisblaði. Grillaðar verða pulsur/pylsur á staðnum og keppendur
mæta með drykkjarföng sjálfir.
Mótsgjald er 1500kr, ef keppt er í báðum flokkum er gjaldið 2500 kr.
Ekki posi á staðnum.
Skráning sendist á mothafnir@gmail.com þar sem kemur fram nafn
keppanda, flokkur og hvort keppandi sé rétthentur eða örvhentur.
Skráningu á mótið lýkur fimmtudaginn 18.júní klukkan 20:00.
Aðeins eru 27 sæti í boði, keppandi sem keppir í báðum flokkum telst
sem tveir keppendur.
Sjáumst hress og munið eftir góða skapinu.
 
Kveðja, Nefndin.