Skotdeild

Skotdeild | 28.08.2017
Formleg opnun lofaðstöðunnar á ljósanótt


Á Fimmtudaginn kemur klukkan 17:00 fáum við hann Kjartan M. Kjartansson Bæjarstjóra Reykjanesbæjar í heimsókn til að opna loftaðstöðuna okkar formlega á Sunnbraut 31. Bæjarstjórinn mun þá vígja aðstöðuna með nýjum elektrónískum gildrum sem deildin festi kaup á fyrir stuttu sem þjálfarar og æfingarstjórarnir okkar hafa unnið hörðum höndum að undanfarið við að setja upp.

Við bjóðum gesti og gangandi um að koma og taka þátt í opnuninni og bjóðum við upp á Kaffi og með því og að sálfsögðu fá allir að prófa.

Við munum einnig í kjölfarið kynna starfsemina og samstarf okkar Reykjanesbæjar á Sunnubrautinni.

Hlökkum til að sjá sem flesa gesti og félagsmen.

Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.