Knattspyrna

ÆFINGAGJÖLD OG SKRÁNING

 

Skráning iðkenda
Allir iðkendur í Knattspyrnudeild Keflavíkur þurfa að vera skráðir og miðast tímabilið við lok september og út ágúst næsta ár.  Forráðamenn skrá sín börn inn í Nóra skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
Skráningar fara áfram fram í gegnum Nóra skráningarkerfið sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni https://keflavik.felog.is/.
Æfingagjöld 2017-2018 miðað við æfingar allt árið
3. til 6.flokkur
82.500 kr
tímabilið 2017-2018
7. flokkur
49.500 kr
tímabilið 2017-2018
Systkinaafsláttur
12,5%
af heildargjaldi systkina*
8.flokkur nánari upplýsingar:
 
Hægt er að greiða með kreditkorti (skipt niður á 11 greiðslur) eða greiðsluseðli (skipt niður á 11 greiðslur, nema í 7. flokki þar sem hámarkið er 6 greiðslur) í byrjun hvers tímabils. Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Motus og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.  Því eru kreditkortin vænlegri kostur, t.d. fyrirfram greidd kort ef viðkomandi er ekki með venjulegt kreditkort.

Skráningum skal lokið eigi síðar en 31. október hvert ár, frá þeim tíma hækkar gjaldið um 10%.

*Systkinaafslátturinn virkar þannig: 
Fyrsti skráði iðkandi greiðir alltaf fullt gjald.
Annar skráði iðkandi fær 12,5 % afslátt af sínu gjaldi og 12,5 % afslátt af gjaldi fyrsta skráða iðkanda.
Þriðji skráði iðkandinn fær 12,5 % afslátt af sínu gjaldi.
Fjórði skráði iðkandi fær 12,55 % afslátt af sínu gjaldi.

Ef að barn hættir og foreldri hefur valið greiðsluseðla, greiðir foreldri seðilgjaldið fyrir þá greiðsluseðla
sem þarf að fella niður. 

Ferðakostnaður og mótakostnaður
Er greiddur af iðkendum, kostnaðurinn er misjafn eftir því í hvaða flokki iðkandi er og hver verkefnin eru. Knattspyrnudeildin greiðir ferðakostnað þjálfara í keppnisferðum vegna Íslands- og Faxaflóamóts ekki öðrum mótum.

Keppnisbúningur
Barna- og unglingará Knattspyrnudeildar Keflavíkur leggur iðkendum til keppnisbúning í 3. til 8. flokki en iðkendur þurfa sjálfir að verða sér út um sokka.  Keflavík spilar í bláum Nike fótboltasokkum.  Mælst er til þess að iðkendur fái sér sokka ef mögulegt er, en þá er hægt að kaupa hjá barna- og unglingaráði.
Um innheimtu æfingagjalda sér Elísabet L. Björnsdóttir, upplýsingar í  netfanginu kefgjold@gmail.com.