Knattspyrna

Knattspyrna | 09.11.2020
Útskrift 2.flokks karla

Tímamót fyrir drengina sem eru að ganga upp úr 2. flokki. 

Hér með lýkur formlega yngri flokka starfsemi þeirra, sem hófst hjá flestum þeirra í kringum 5 ára aldur. Hvað stendur upp úr, var spurningu sem kastað var út í hópinn, eftir að þjálfarar meistaraflokks, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur og framkvæmdarstjóri Keflavíkur höfðu afhent hvatningarorð til drengjanna. Margt sem bar upp á góma, minningarnar margar og áhugavert að hlusta á hvern og einn sem nefndu; keppnisferðalög erlendis, yngri flokkamót út á landi og sætir sigrar. Á þessum merkilegum tímamótum er vert að skoða hvað leikmenn taka með sér, annað en ánægjulegar minningar. Formaðurinn nefndi m.a. í sinni ræðu að skipulag, markmið og keppnisskap væri eitthvað sem væri verðugt nesti út í lífið; að uppeldisfélagið hafi gefið leikmönnunum sem nú hafa eytt mörgum árum eitthvað sem komi til með að móta þá á æviferli. Þjálfarar meistaraflokks kom inn á grunnorð knattspyrnudeildarinnar, Sannur Keflvíkingur og hvað orðin stæðu fyrir; þótt að einhverjir yrðu nú ekki endilega leikmenn meistaraflokks að þá væri ýmis verkefni innan klúbbsins sem stæði þeim til boða.

Að lokum viljum við þakka árgangi 2001 fyrir þeirra framlag til klúbbsins. Megi þeim vegna sem allra best í komandi framtíð.

Áfram Keflavík

Unnar S. Sig. þjálfari 2. flokks.  

Mynd tekin fyrr í sumar, fyrir hertar sóttvarnir.