Knattspyrna

Knattspyrna | 15.12.2010
Ungir leikmenn skrifa undir

Fimm af okkar ungu og efnilegu leikmönnum hafa skrifað undir nýja samninga við Keflavík.  Þetta eru þeir Arnór Ingvi Traustason, Árni Freyr Árnason, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon og Viktor Smári Hafsteinsson.  Arnór Ingvi gerði samning til þriggja ára en hinir gerðu allir fjögurra ára samning.  Þessir piltar eru fæddir 1992 og 1993, hafa allir komið upp í gegnum yngri flokka okkar og hafa verið viðloðandi meistaraflokk undanfarið.  Það er mikilvægur áfangi fyrir okkur að þessir leikmenn hafi skrifað undir hjá okkur enda er ljóst að þeir munu leika lykilhlutverk í okkar liði næstu árin.  Meðfylgjandi myndir tók Jón Örvar og það var vel við hæfi að Zoran Daníel Ljubicic væri viðstaddur en hann þjálfaði einmitt strákana í 2. flokki sem vann B-deildina í sumar (og er líka pabbi eins þeirra). 


Zoran Daníel, Arnór Ingvi, Árni Freyr, Bojan Stefán, Magnús Þór og Viktor Smári.


Feðgarnir Trausti Már Hafsteinsson og Arnór Ingvi Traustason.


Hópurinn stillir sér upp með Þorsteini Magnússyni, formanni Knattspyrnudeildar.